Sunday, May 21, 2006

1. ferð: Hekla 27. eða 28. maí.

Hekla þú ert hlálegt fjallað
haga þér til svona.
Einatt kemur öskufall
úr þér góða kona.

Hekla er frægasta eldfjall á Íslandi og um leið eitthvert frægasta eldfjall á jörðinni. Við hana hefur verið tengd margvísleg hjátrú á öldum áður. Steinakast frá Heklugosi rotaði eitt sinn mann sem stóð í kirkjudyrunum í Skálholti...og geri aðrir betur.

Meiri saga: http://www.os.is/~ah/hekla/heklufjall.html

Fjallið stendur fallega og einstakt yfir Suðurlandinu og hæðin þykir mikil á íslenskan mælikvarða, tæpir 1500 metrar, breytileg vegna gosvirkni og jarðskorpuhreyfinga. Allöng en fremur auðveld leið á eitt besta útsýnisfjall landsins og frægasta eldfjallið. Engrar sérkunnáttu er krafist en gæta verður að snjóholum þar sem hiti er í fjallinu.

Stundum er spurt hvort menn gætu átt á hættu að lenda í þeirri óskemmtilegu og einstæðu reynslu að vera uppi á fjallinu við upphaf eldgoss í því. Auðvitað getur svo farið en áhættan er afar lítil. Hitt vita menn svo gjörla að fyrirvari á gosum t.d. á skjálftamælum er oft ekki nema 30-60 mínútur.

Jæja, jæja. Hver er með í ferð að þessu hliði Helvítis???

3 Comments:

Blogger Halla said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:14 PM  
Blogger Halla said...

Samkvæmt gamalli sögu af einhverjum kalli sem gekk á Heklu þá á að vera töluð danska uppúr gígsprungunni... Auðvitað hið eðlilegasta mál í gamla daga þegar danir fóru ekki alltaf mjúkum höndum um landann.

5:15 PM  
Blogger Elsa said...

sælar tæfur, bara að spá í með næstu ferð, fimmvörðuháls, hvað segið þið um að fara helgi fyrr, þ.e. 10 júní??? kv elsa

4:47 AM  

Post a Comment

<< Home