Tuesday, May 30, 2006

Tæfa hæfa

Jæja Tæfur....ég held að ég sé búin að búa þannig um hnútana að þið hafið nú færi á að skrifa á þessa yndislega fallegu bloggsíðu.

Vonum það besta. Alla vega - önnur ferð Tæfanna og sú fyrsta opinbera var farin á laugardag. Mættar vour yfirtæfurnar þrjár og Helga systir með og svo auðvitað Tumi hundur, svo við myndum rata aftur heim. Stefnan var upphaflega tekin á Heklu en vetur konungur var víst ekki tilbúin að sleppa takinu af Heklu prinsessu. Því var ákveðið að fara í göngu fyrir ofan Hveragerði eða Vera hvergi eins og sumir segja. Eins og alvöru fjallageitum sæmir þá fór maður bara beint af augum, upp fjall, niður fjall, upp fjall, niður í gil, upp á fjall, on´í dal, vaða á, upp á fjall og svo framvegis:

Lykilorð ferðarinnar voru nokkur.

Sniglar: (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstærsti hópurinn innan innan fylkingarinnar, telja um 65 þúsund tegundir og eru um 80% allra tegunda lindýra. Sniglum er skipt niður í þrjá undirhópa: Fortálkna, bertálkna og lungnasnigla. Barnamosi: (Sphagnum) er ættkvísl mosa sem eru afar rakadrægir. Íslenska heitið er komið til af því að hann var settur undir hjá ungbörnum og dró í sig þvag þegar þau migu undir. Hann hefur einnig notagildi eins og að vera jarðvegsumbót, einangrun, gleypir, og eldsneyti. Dæmi voru til þess að hann væri notaður sem nokkurs konar dömubindi með því að vefja hann í léreft og sem sáraumbúðir (í mosanum er bakteríudrepandi efni).

Tæfa: Undurfalleg kona sem hefur það áhugamál að stappa á fjöllum. Tæfa mun ekki finnast upp í sófa á fögrum sumardegi. Þar sem mig vantar hálfa rasskinn eftir ævintýri dagsins verð ég að segja pass við Hvannadalshnjúk en líst vel Fimmvörðuháls þar á eftir.

Jana yfirtæfa númer 3!!

2 Comments:

Blogger Halla said...

jú ar a gúd kantidat for a tæf gedda beib:)

Já mér líst vel á að færa Fimmvörðuháls yfir á 10.júní nema hvað sjómannadagurinn er þá en að verður víst ekki bæði haldið og sleppt..

Einhverra hluta vegna get ég ekki komist inná invitationið Janus.. Gætirðu nokkuð mixað nýtt? Takk:)!

1:24 AM  
Blogger Tilvera okkar.... said...

æ vill træ it agein...

Kemst þú inn Elsa??

7:03 AM  

Post a Comment

<< Home