Friday, June 23, 2006

Lofthellir

Erum að fara að leggja í hann norður eftir vinnu í dag, ennþá séns ef einhver vill koma með!!
Rosa góð spá fyrir helgina:
Á morgun, laugardag: Hægviðri og lítilsháttar súld allra vestast síðdegis en annars nokkuð bjart veður. Hiti frá 5 stigum við norður- og austurströndina uppí 17 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag: Hæg suðlæg átt og súld með köflum vestanlands, en víða bjart eystra. Hvessir dálítið og fer að rigna vestan til um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.





Lofthellir er í Laxárdalshrauni eldra sem kom úr Ketildyngju fyrir um 3500 árum. Heildarlengd Lofthellis er um 370 metrar og er hann með allra skemmtilegustu hraunhellum hér á landi. Ísmyndanir hellisins eru mikilfenglegar og bjóða upp á meiri fegurð, stærð og fjölbreytileika en í öðrum hraunhellum hér á landi. Á nærri 70 metra kafla í hellinum er lofthæðin 10-15 metrar og breidd niðri við gólf víðast um 15 metrar
Lítið er um hraunmyndanir í Lofthelli, s.s. hraunstrá og dropasteina, þó fyrirfinnst þar hvort tveggja, en dropasteinarnir eru bæði fáir og stuttir. Útfellingar, ísmyndanir, geimurinn mikli og hin miklu þrengsli skipa honum hins vegar sess meðal skemmtilegustu hraunhella landsins.

Góða helgi allir saman!!:)
Elsa

0 Comments:

Post a Comment

<< Home