Sunday, April 15, 2007

Sumarið 2007

Ég er líka búin að negla niður mitt sumar. Verð mikið í "útlöndum" þetta sumar eins og það síðasta. Svona verður þetta sirka bát:

maí - Hvannadalshnúkur

8.júní - 20. júní: Hvallátur á Breiðafirði - æðadúnsleit fram í rauðan dauðan :)

22.júní - 30. júní: Norðurfjörður, Hornbjarg, Hrollleifsvík, Bolungavík (á Hornströndum), Furufjörður, Reykjafjörður....og fleiri skemmtilegar fellingar á þessari leið.

7.júlí - 14. júlí: Hvallátur á Breiðafirði - lundaveiði, lúðuveiði, siglingar, göngur, sólböð og fleira.....geðveikt!!

8. ágúst....Skólinn byrjar aftur :(

Sem sagt fullt af lausu plássi seinnihluta sumars fyrir skemmtilegar ferðir :)

Wednesday, April 11, 2007

Sumarið 2007

14 apríl - Ferð með Ísalp á Skessuhorn???

xx maí - Hvannadalshnúkur

28 júní til 1 júlí - Laugavegurinn

18-21 júlí - Hornstrandir, Reykjafjörður í Látrabjarg

xx - tveggja nátta ferð i kringum Langasjá

xx - tveggja nátta ferð umhverfis Svartahnúksfjöll (Ófærudalur, Strútslaug, Tungufljótsbotnar)

xx - dagsferð á Eiríksjökul (þar sem við förum ekki 9 apríl sökum veðurs)

xx - dagsferð á Baulu

..... svo eitthvað sé nefnt, en þetta langar mig allavega að gera í sumar.
Hvað með ykkur???

Wednesday, April 04, 2007

Ferðaplan 2007

Hvernig væri nú að fara að endurvekja þetta hérna og setja inn hugmyndir fyrir sumarið komandi??!!:)

Fyrsta ferð:
9 apríl á Eiríksjökul!!

Annað sem ég er með planað er Laugavegurinn 21 júní í fjóra daga og svo Hornstrandir eða hluti af þeim 18 júlí í 4-5 daga!!:)

líf og fjör
Elsa