Monday, July 31, 2006

Og enginn fór laugaveginn...

.. nema jú laugavegshlaupararnir, en sem var fyrstur fór hann á innan við 5 klst!!! 55km á 5 klst, geri aðrir betur, stefnum á þetta hlaup að ári!!
Ég er komin úr sumarfríi og er til í göngu, stefnan tekin norður næstu helgi samkvæmt dagskránni, ganga dettifoss-ásbyrgi, hef ekki hugmynd hvort einhverjir fleiri ætli með en mig dauðlangar allavega og skv veður spánni núna á að vera best fyrir norðan þannig að þetta er svæðið.
svo er víst sigurrós að spila í ásbyrgi, annað hvort á föstudag eða sunnudag, búin að heyra báðar dagsetningar í blöðunum, veit einhver rétta dagssetningu???
Og hvern langar með???
Veit að Halla er að fara í gæslu í eyjum og en Jana, hvað er hún að fara að gera???

meira síðar..
Elsa

Wednesday, July 12, 2006

Laugavegurinn


Jæja þá nálgast fyrirhuguð Laugavegsferð.
Staðan hjá mér er þannig að kærastinn minn, Maggi, ætlaði með mér í þessa ferð og þar sem við erum bæði í sumarfríi langar okkur auðvitað að vera saman, nema hvað að um síðustu helgi tókst honum að slasa sig á hné og er því ógöngufær þannig að við komum ekki með í ferðina því miður. Þessi ferð er einmitt á to do listanum mínum fyrir sumarið, kannski getum við farið í ágúst þegar hann er búin að jafna sig en allavega er Halla geim veit ég og örugglega Jana líka þannig að þeir sem hafa áhuga á að fara með hafi samband við þær.
Hasta luego!!:)

Wednesday, July 05, 2006

Update

Jæja bara svona ef einhver les þetta.
Þá er nú lítið að gerast hjá félaginu þessa dagana en meðlimirnir eru að sjálfsögðu á fullu hver í sínu horni, ég fór t.d. á hornstrandir á miðvikudaginn síðasta fram á laugardag og var það mjög góð ferð, fengum frábært veður á fimmtudeginum en þoku á föstudag og laugardag en samt var mjög hlýtt og engin vindur né rigning, sjá myndir hérna og hérna. Ég veit að Jana er á hornströndum núna og vonandi er ekki mikil rigning hjá henni, hún verður þar fram á fimmtudag minnir mig og þá búin að vera í 8 daga ef ég man þetta allt saman rétt. Halla var svo í brúðkaupi síðustu helgi og var veislustjóri og ef ég skildi hana rétt þá gekk það alveg glimrandi vel hjá henni, enda ekki við örðu að búast!!;)

Næst ferð er heitið á Laugaveginn, brottför í Landmannalaugar föstudaginn 14 júlí, gist þar og svo stefnt á að labba niður í Þórsmörk á nokkrum dögum, óákveðið nákvæmlega hvernig það verður þar sem sumir þurfa að mæta í vinnu á mánudag en aðrir ekki.
Þeir sem hafa áhuga á að koma með endilega hafið bara samband, allir velkomnir.
Ekki meira í bili.
Elsa

Tuesday, July 04, 2006

Ég er á lífi og á leiðinni.....!

Hæ og hó Tæfur!!
Sé að ég hef bara misst að meiriháttar ferð :( Ekki það að dagarnir mínir á Hornströndum hafi verið leiðinlegir :) Þvert á móti :) Verð að koma með nýja skó eftir ferðina....en það er önnur saga :)

Skrifa meira um það seinna....vildi bara segja HÆ og ég hlakka til næstu ferðahelgar.

Janus undir-tæfi.