Tuesday, May 30, 2006

Tæfa hæfa

Jæja Tæfur....ég held að ég sé búin að búa þannig um hnútana að þið hafið nú færi á að skrifa á þessa yndislega fallegu bloggsíðu.

Vonum það besta. Alla vega - önnur ferð Tæfanna og sú fyrsta opinbera var farin á laugardag. Mættar vour yfirtæfurnar þrjár og Helga systir með og svo auðvitað Tumi hundur, svo við myndum rata aftur heim. Stefnan var upphaflega tekin á Heklu en vetur konungur var víst ekki tilbúin að sleppa takinu af Heklu prinsessu. Því var ákveðið að fara í göngu fyrir ofan Hveragerði eða Vera hvergi eins og sumir segja. Eins og alvöru fjallageitum sæmir þá fór maður bara beint af augum, upp fjall, niður fjall, upp fjall, niður í gil, upp á fjall, on´í dal, vaða á, upp á fjall og svo framvegis:

Lykilorð ferðarinnar voru nokkur.

Sniglar: (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstærsti hópurinn innan innan fylkingarinnar, telja um 65 þúsund tegundir og eru um 80% allra tegunda lindýra. Sniglum er skipt niður í þrjá undirhópa: Fortálkna, bertálkna og lungnasnigla. Barnamosi: (Sphagnum) er ættkvísl mosa sem eru afar rakadrægir. Íslenska heitið er komið til af því að hann var settur undir hjá ungbörnum og dró í sig þvag þegar þau migu undir. Hann hefur einnig notagildi eins og að vera jarðvegsumbót, einangrun, gleypir, og eldsneyti. Dæmi voru til þess að hann væri notaður sem nokkurs konar dömubindi með því að vefja hann í léreft og sem sáraumbúðir (í mosanum er bakteríudrepandi efni).

Tæfa: Undurfalleg kona sem hefur það áhugamál að stappa á fjöllum. Tæfa mun ekki finnast upp í sófa á fögrum sumardegi. Þar sem mig vantar hálfa rasskinn eftir ævintýri dagsins verð ég að segja pass við Hvannadalshnjúk en líst vel Fimmvörðuháls þar á eftir.

Jana yfirtæfa númer 3!!

Sunday, May 21, 2006

1. ferð: Hekla 27. eða 28. maí.

Hekla þú ert hlálegt fjallað
haga þér til svona.
Einatt kemur öskufall
úr þér góða kona.

Hekla er frægasta eldfjall á Íslandi og um leið eitthvert frægasta eldfjall á jörðinni. Við hana hefur verið tengd margvísleg hjátrú á öldum áður. Steinakast frá Heklugosi rotaði eitt sinn mann sem stóð í kirkjudyrunum í Skálholti...og geri aðrir betur.

Meiri saga: http://www.os.is/~ah/hekla/heklufjall.html

Fjallið stendur fallega og einstakt yfir Suðurlandinu og hæðin þykir mikil á íslenskan mælikvarða, tæpir 1500 metrar, breytileg vegna gosvirkni og jarðskorpuhreyfinga. Allöng en fremur auðveld leið á eitt besta útsýnisfjall landsins og frægasta eldfjallið. Engrar sérkunnáttu er krafist en gæta verður að snjóholum þar sem hiti er í fjallinu.

Stundum er spurt hvort menn gætu átt á hættu að lenda í þeirri óskemmtilegu og einstæðu reynslu að vera uppi á fjallinu við upphaf eldgoss í því. Auðvitað getur svo farið en áhættan er afar lítil. Hitt vita menn svo gjörla að fyrirvari á gosum t.d. á skjálftamælum er oft ekki nema 30-60 mínútur.

Jæja, jæja. Hver er með í ferð að þessu hliði Helvítis???

Sunday, May 14, 2006

Fyrsta fundi hjá Ferðafélaginu Tæfunum var að ljúka með léttri gönguferð á Varmalækjarmúla. Það eru komin fyrstu drög að dagskrá til hliðsjónar fyrir sumar svo kemur bara í ljós hvað gerist.

27. eða 28. maí : gönguferð á prinsessu fjallanna. HEKLA.

Hvítasunnuhelgin 3.-5. júní : Hvannadalshnjúkur

17. - 18.júní : Fimmvörðuháls + gönguleiðir í Þórsmörk

24. - 25. júní : Farið norður (Glerárdalshringur eða Súlur-Kerling)

2.júlí : Skessuhorn

14. - 16. júlí : Laugarvegur

5. - 6. ágúst : Ásbyrgi - Hljóðaklettar - Dettifoss

19. - 20. ágúst : Langisjór og svæðið þar í kring / Reykjavíkurmaraþon

Monday, May 01, 2006

fyrsta plan

Svona verður sumarið!!