Monday, June 26, 2006

Bruni

Góð helgi að baki. Komumst norður á föstudagskvöld, komumst ekki alla leið á kerlingu á laugardag en langleiðin þó á 9 tímum, komumst ekki í sund á akureyri, komumst í sturtu þó sem var mjög ljúft, brunnum öll á einn eða annan hátt og mismikið, komumst á mývatn á sunnudegi, komumst í lofthelli, og komumst öll heim heil á húfi en þó aðeins seinna en plön stóðu til!
Frábært, takk fyrir frábærar móttökur Svana!!
Myndir og fleira síðar.

Friday, June 23, 2006

Lofthellir

Erum að fara að leggja í hann norður eftir vinnu í dag, ennþá séns ef einhver vill koma með!!
Rosa góð spá fyrir helgina:
Á morgun, laugardag: Hægviðri og lítilsháttar súld allra vestast síðdegis en annars nokkuð bjart veður. Hiti frá 5 stigum við norður- og austurströndina uppí 17 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag: Hæg suðlæg átt og súld með köflum vestanlands, en víða bjart eystra. Hvessir dálítið og fer að rigna vestan til um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.





Lofthellir er í Laxárdalshrauni eldra sem kom úr Ketildyngju fyrir um 3500 árum. Heildarlengd Lofthellis er um 370 metrar og er hann með allra skemmtilegustu hraunhellum hér á landi. Ísmyndanir hellisins eru mikilfenglegar og bjóða upp á meiri fegurð, stærð og fjölbreytileika en í öðrum hraunhellum hér á landi. Á nærri 70 metra kafla í hellinum er lofthæðin 10-15 metrar og breidd niðri við gólf víðast um 15 metrar
Lítið er um hraunmyndanir í Lofthelli, s.s. hraunstrá og dropasteina, þó fyrirfinnst þar hvort tveggja, en dropasteinarnir eru bæði fáir og stuttir. Útfellingar, ísmyndanir, geimurinn mikli og hin miklu þrengsli skipa honum hins vegar sess meðal skemmtilegustu hraunhella landsins.

Góða helgi allir saman!!:)
Elsa

Monday, June 19, 2006

Norðurland


Jæja þá er komið gróflegt plan fyrir næstu helgi. Planið er sem sagt að fara norður á föstudagsseinnipart þegar fólk er búið að vinna og bruna alla leið á akureyri þar sem við ætlum að hitta hana Lilju.
Á laugardag er svo stefnan sett á fimm tinda í einu en þeir helstu eru einmitt Kerling (sjá fyrir neðan) og Súlur en þessir tindar eru rétt við bæjardyr akureyringa. Á sunnudag á síðan að skoða helli, sem ég veit eiginlega ekkert um en Halla verður að segja betur frá honum en mér skilst hann sé mjög fallegur. Og svo heim á sunnudagskvöld. mér líst MJÖG vel á þetta plan og er strax farin að hlakka til!!!:)
Þeir sem fara pottþétt eins og staðan er núna eru ég og Halla og Lilja en allir eru velkomnir með bara hafa samband. Jana kemst ekki því hún verður farin á hornstrandir eða er að fara þangað strax í næstu viku!!!
En hún Jana er núna útí eyju þannig að ég tek að mér skrif hérna þessa dagana og Halla bara út á túni að gera við girðingar!!!;)
meira seinna.
yfir og út!!
elsa

Kerling..


er hæsta fjall við byggð á Norðurlandi, talið vera um 1540 m y.s. Uppi á því er talsverður fjallsflötur, sem hallar dálítið suður, og er fjallið því hæst á norðurbrúninni. Vanalega þekur jökulfönn mestallan toppflötinn, en gróður er aðeins við brúnirnar, mosi og fáeinir steinbrjótar. Allstór landmælingavarða er uppi á fjallinu við NA-brúnina og í henni askja með nöfnum þeirra sem klifið hafa fjallið. Það telst nú ekki til afreka, en þægilegast er að ganga á fjallið frá Glerárdal, upp NV-öxlina.
Þrjár miklar jökulskálar eru utan í fjallinu, sú stærsta að norðanverðu (NNA) og er það raunar botninn á dalskoru sem Lambárdalur nefnist, en í honum liggur Lambárjökull upp að hengiflugunum norðan í fjallinu, sem munu vera um 300 m hár og nær alveg þverhníptur klettavegggur. Vestan í fjallinu er önnur mikil jökulskál, sem ekki er nafngreind, og vísar niður á varpið milli Glerárdals og Finnastaðadals og loks er jökulskálin Lambárbotnar suðaustan í fjallinu og vísar niður á Finnastaðadal. Er þar góð uppganga á vetrum, en stundum miklar sprungur í jökulskálinni á sumrin, sem þarf að krækja fyrir. Austan og sunnan í Kerlingu eru einnig grunnar skálar, en jökullausar. Suðaustur úr Kerlingarfjalli gengur fjallsrani, norðan við Lambárbotna, og kallast Öxlin (Kerlingaröxl). Að austan endar Öxlin í burstlega fjallstindi séð frá Grund (en þaðan ber lítið á hæsta fjallinu). Er þessi tindur líklega Kerlingin, sem gefið hefur fjallinu nafn, en í seinni tíð hafa gamansamir menn nefnt hana Jómfrúna. Á Öxlinni eru líka fleiri smátindar, sumir með ekta kerlingar"-lagi.

Friday, June 16, 2006

Það tókst!!!:)

óggislega kúl hjá þér jana!!
nú get ég farið að skrifa á fullu af því að ég er svo duglega að skrifa á bloggið mitt!!!:)

góða helgi stelpur mínar, við sjáumst síðar!!
Elsa