Ég er líka búin að negla niður mitt sumar. Verð mikið í "útlöndum" þetta sumar eins og það síðasta. Svona verður þetta sirka bát:
maí - Hvannadalshnúkur
8.júní - 20. júní: Hvallátur á Breiðafirði - æðadúnsleit fram í rauðan dauðan :)
22.júní - 30. júní: Norðurfjörður, Hornbjarg, Hrollleifsvík, Bolungavík (á Hornströndum), Furufjörður, Reykjafjörður....og fleiri skemmtilegar fellingar á þessari leið.
7.júlí - 14. júlí: Hvallátur á Breiðafirði - lundaveiði, lúðuveiði, siglingar, göngur, sólböð og fleira.....geðveikt!!
8. ágúst....Skólinn byrjar aftur :(
Sem sagt fullt af lausu plássi seinnihluta sumars fyrir skemmtilegar ferðir :)