Wednesday, October 15, 2008

Eiríksjökull í vor

Hvernig væri fyrir alvöru tæfur að skella sér á Eiríksjökul í vor:) ?

Friday, June 29, 2007

1/3 hluti stjórnar Ferðafélagsins Tæfanna vildi koma þessu á framfæri:)

Baráttufundur í Flóanum 28.. júní 2007

Sól í Flóanum, áhugahópur um verndun Þjórsár heldur baráttufund við Urriðafoss á sunnudaginn 1. júlí kl. 15:00. Náttúruunnendur, áhugafólk um verndun fossins og Flóamenn allir eru hvattir til að mæta og sýna þannig hug sinn. Fólki er bent á að sameinast í bíla eins og kostur er, nota bílastæði fjær fossinum, koma gangandi, á reiðhjóli eða ríðandi eða gera annað það sem kemur í veg fyrir bílastæðavandamál.Dagskráin verður stutt og hnitmiðuð, nærveran við fossinn verður aðalatriðið. Sól í Flóanum.

Þeim sem vilja sjá Þjórsá allt upp í Þjórsárdal er bent á að opinn sumarbústaður verður í Hagalandi um helgina hjá Guðbjörgu Friðriks og Sigurði L. Einarssyni. Þau bjóða kaffi og náttúruskoðun frá hádegi. Upplögð byrjun á góðum baráttudegi við Þjórsá.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurakademían, Hringbraut 121, 107 Reykjavík - S: 551 2279 Netfang: nsi@mmedia.iswww.natturuverndarsamtok.is

Æfingaferð fyrir Laugarvegsferðina
Fyrsta æfingaferðin verður farin á Skálafell á Hellisheiði kl.19:30. Sjá fjallabókina 151 tind:) Fararstjóri verður tæfan Halla:)

Wednesday, June 06, 2007

Ekkert að gerast?

Friday, May 18, 2007

Og verðum við þá ekki að skipuleggja eina ferð saman, þar sem við erum allar í svona miklum ferðahug??
Ég fer reyndar með þér Jana á Hvannó næstu helgi!:)
sem fararstjóri ;)

Thursday, May 10, 2007

Heisann hoppsann minns er kominn með höfundarrétt á blogginu:)

Planið mitt fyrir sumarið er einfalt... Ég ætla að eiga afmæli í Landmannalaugum og allir eru velkomnir í afmælisbað 27.júlí hahahaha svo ætlum við familían og nokkrir vinir að labba Laugarveginn á 4 dögum frá 28.til 31. og fólk er velkomið að ská sig með:)

Svo ætla ég að fara ríðandi í kringum Skeljabrekkufjallið og Hafnarfjallið en það er ekki komin dagsetning á það enn, en það er 2 daga ferð:)

Svo ætla ég að vaða allar ár á Vesturlandi í allt sumar.

Það eru ferðaplönin mín í dag:)

Sunday, April 15, 2007

Sumarið 2007

Ég er líka búin að negla niður mitt sumar. Verð mikið í "útlöndum" þetta sumar eins og það síðasta. Svona verður þetta sirka bát:

maí - Hvannadalshnúkur

8.júní - 20. júní: Hvallátur á Breiðafirði - æðadúnsleit fram í rauðan dauðan :)

22.júní - 30. júní: Norðurfjörður, Hornbjarg, Hrollleifsvík, Bolungavík (á Hornströndum), Furufjörður, Reykjafjörður....og fleiri skemmtilegar fellingar á þessari leið.

7.júlí - 14. júlí: Hvallátur á Breiðafirði - lundaveiði, lúðuveiði, siglingar, göngur, sólböð og fleira.....geðveikt!!

8. ágúst....Skólinn byrjar aftur :(

Sem sagt fullt af lausu plássi seinnihluta sumars fyrir skemmtilegar ferðir :)

Wednesday, April 11, 2007

Sumarið 2007

14 apríl - Ferð með Ísalp á Skessuhorn???

xx maí - Hvannadalshnúkur

28 júní til 1 júlí - Laugavegurinn

18-21 júlí - Hornstrandir, Reykjafjörður í Látrabjarg

xx - tveggja nátta ferð i kringum Langasjá

xx - tveggja nátta ferð umhverfis Svartahnúksfjöll (Ófærudalur, Strútslaug, Tungufljótsbotnar)

xx - dagsferð á Eiríksjökul (þar sem við förum ekki 9 apríl sökum veðurs)

xx - dagsferð á Baulu

..... svo eitthvað sé nefnt, en þetta langar mig allavega að gera í sumar.
Hvað með ykkur???